Finnbogi segir að öndin hafi sennilega komist inn um hringlaga loftræstitúðu, sem er um fjórar tommur í þvermál, en ristin hafi dottið úr. “Þegar konan kom til mín í vinnuna í morgun sagði hún mér að það hefði komist fugl inn í búrið en hann hefði sennilega farið út aftur. Við hugsuðum ekkert meira um þetta en þegar við komum heim undir kvöld fannst henni eitthvað óþrifalegt í búrinu og talaði um hvað hann hefði verið aðsópsmikill þessi skógarþröstur, en okkur kom ekki annað til hugar en þarna hefði verið skógarþröstur á ferð. Hún leitaði um allt en fann engan fuglinn og þá lagði ég til að láta heimilisköttinn um leitina og setti hann upp á hillu. Þá kom í ljós að eitthvað annað var þarna og síðan flaug þessi litla önd upp í efstu hillu.
mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson
Ég kom kettinum þegar út til að hann gerði þessum fallega fugli örugglega ekki mein og eftir að við höfðum náð honum kom upp úr kafinu að um mandarínönd var að ræða. Fyrir nokkrum vikum sáust mandarínandarhjón í Súgandafirði og skilst mér að þessi fugl hafi ekki áður sést á Íslandi en hugsanlega er þetta karlinn þaðan.”
Mandarínöndin er frá Asíu og var flutt þaðan endur fyrir löngu til Evrópu þar sem hún var höfð til skrauts í skrúðgörðum en hún verpir í trjám. Þessi mandarínönd er minni en stokkönd en stærri en algengar andartegundir hérlendis, að sögn Finnboga. Hann segir að ekki hafi séð á henni en hann hafi farið með hana á Náttúrugripasafnið því ómögulegt hafi verið að senda hana út í nóttina og óvissuna.
HEIMILDIR FÉKK ÉG Á mbl.is
Moo. Moo. Moo.