
Líkami þeirra er þakinn þykkum dún og háls þeirra er langur og mjór.
Fætur þeirra eru appelsínugulir, rétt eins og goggarnir, og á þeim eru sundfitjar, þ.e. á milli tánna er húðsepi sem hjálpar gæsunum við sund.
Gæsir hafa engar tennur.
Á goggnum eru brúnirnar skörðóttar.
Gæsir eru hvorki heimskar né kjarklausar, eins og margir halda.
Ef þær eru áreittar geta þær orðið árásargjarnar og elt óvini sína og reynt að gogga í þá.
Mataræði gæsa : Aðalfæði gæsa er gras, sem þær bíta. Stundum gefa bændur þeim þó fræblöndu. Gæsir gleypa oft litla steina til að auðvelda niðurbrot matarins í maganum.
Útungunartími gæsaeggja er einn mánuður. Útungunarvélar eru oft notaðar til að halda eggjunum heitum, svo gæsamömmurnar geti verpt fleiri eggjum.
Gæsaungar fæðast með gulan dún.
Gæsir lifa mestmegnis á þurru landi.
Afurðir: Æðadúnn er mikið notaður í sængur og sem fóður í jakka, því dúnninn einangrar mjög vel gegn kulda. Margir njóta hennar til matar og einnig eggjum þeirra.