Snjóugla Þetta er tekið úr bókinni,fuglahandbókin,á bls 182.


Um 55-65cm Árviss gestur/Varp stöðugt. K/Kv lík, nema Kv stærri 5-6


Karlfuglinn er að mestu hvítur en hamur kvenfuglsins settur dökkum flikrum. Goggur er snubbóttur, blágrár og krókboginn. Augnlitur er gulur. Fætur fiðraðir fram að dökkum klóm. Vænghaf fuglsins er mikið, 150-160 cm. Ungfuglinn ber á hamnum dökkbrúnar þverrákir og flikrur.
Fuglinn beitir rödd ekki mikið. Skelk- eða aðvörunahljóð eru sem hóandi krunk og eins konar baul á ástleitnitíma. Fuglinn verpir 5-10 eggjum í hreiður á mishæðóttu landi inni á miðhálendinu.
Fuglinn er hér fremur sjaldgæfur enda flækingur frá Grænlandi eða norðanverðri Skandínavíu. Varp hans fannst hér fyrst árið 1932 við jaðar Ódáðahrauns en síðustu 30 ár hefur ekki varp fundist. Fuglinn sækir hér í gæsa- og rjúpnarvörp er hann þarf að bæta sér upp skort músa og annara nagdýra og er álitin vera á veiðum jafnt að degi sem nóttu.