Jæja…
Við (fjölskyldan) ákváðum að fá okkur fugla fyrir nokkrum árum.. Valið stóð á milli þess að fá okkur finnkur eða páfagauka. Við völdum finnkurnar :Þ
Við fengum okkur 4 finnkur, 2 kvenkyns og 2 karlkyns. Nema hvað önnur kvenkyns finnkan var hvít á litinn (hinar voru allar svona brún/gráar einhvernveginn). Og hin kerlingi og annar karlinn lögðu hana hreint út sagt í einelti :( Hvíta finnkan var orðin mjög ræfilsleg þegar okkur tókst að redda nýju búri og aðskilja hana frá hinum. Við létum hana vera þar þangað til hún jafnaði sig og fluttum hana yfir til hinna. Og allt var bara fínt og í góðu lagi í bili.. Svo leið ekki á löngu þar til sú hvíta verpti egjjum… Og stuttu síðar var hreiðrið hullt af litlum sætum ungum ;) En eftir nokkra daga þá byrjaði hitt parið að ráðast á ungana! :( Og þeim tókst að drepa þá einn af öðrum :( Og nú þegar það voru engir ungar til að atast í þá var sú hvíta aftur fallin í ónáðina.. Í þetta sinn vorum við ekki ´nógu fljót að bjarga henni.. :I Og þá vorum við komin með nóg af þessum fuglum… Við fórum beinustu leið með þá í gæludýrabúðina…
En er þetta eðlilegt? :P