Gaukarnir mínir
Ég á tvo fugla sem ég fékk í júní 2002 og voru þeir þá c.a. 1-2mánaða gamlir. Annar er blár og hvítur og heitir Mikki (kk), hinn er gulur og grænn og heitir Regína (kvk) og ég vil taka það fram að litla systir mín skírði þann síðar nefnda. Þetta eru fyrstu dýrin mín og hingað til hefur mér nú bara gengið ágætlega að sjá um gaukana. Þeir voru keyptir í Dýraríkinu, ásamt öllum fylgihlutum.
Ég keypti fyrir þá búr sem heitir Manila og er hvítt, það er með tveimur matardöllum, vatnsskammtara, þremur prikum, baðakari og rólu (held að ég sé ekki að gleyma neinu. Búrið kostaði 10.000kall með þessum fylgihlutum, en nú er ég búinn að fjárfesta í stiga, lúxus fimleikasetti, bolta og lyftistöng, nokkrum speglum (þeir eru alltaf að rústa öllu), skammtara, blóm sem hægt er að setja góðgæti í og svo að lokum svona hringi sem hanga samfastir og eru með bjöllu á neðsta hringnum. Ég á ekki stafræna myndavél þannig að mynd sem þið sjáið hér er ekki af fuglunum mínum, heldur eru þetta tveir fuglar sem eru nánast nákvæmlega eins í útliti.
Keðja bsk17