Datt í hug að senda inn grein fyrst að fuglaáhugamálið er loksins komið:D

Það sem mig langaði að ræða um er samband fólks við fuglana sína!
Sumir elska fuglana sína út af lífinu (sem flestir vona ég) og myndu gera allt fyrir þá. Svo er annað fólk sem fær sér fugl, voða gaman fyrst en svo einhvern veginn missir það áhugann og hættir að hugsa um þau… mér líður t.d. þannig þar sem ég er í samræmdu prófunum núna og finnst ég eiginlega ekkert geta leikið við gárann minn:( En það lagast allt fljótlega eða þann 12.maí nánar tiltekið!!;)
Það sem fuglar þarfnast mest fyrir utan auðvitað búrs, matar og vatns er vinur, fuglar eru afskaplega félagslynd dýr og elska að vera í kringum fólk, að minnsta kosti fólk sem það þekkir. Sumir ná jafnvel svo góðu sambandi við fuglana sína að þau geta kennt þeim að tala og gera ýmsar kúnstir. Fuglar geta lært hina undarlegustu hluti, ég hef heyrt um einn sem hermdi alltaf eftir símanum og fólkið fór alltaf að svara í símann:D
Þannig ef þú átt fugl eða fugla, hugsaðu þá um hvernig fuglinum þínum líður, veitir þú honum nóga athygli?
Ég hef verið voða löt við að leika við gárann minn núna undanfarið út af lærdóminum og því sem fylgir því en núna eftir örfáa daga get ég farið að leika við hann aftur og ætla ég að reyna að kenna honum ýmislegt:)

Svo svona að lokum langar mér að óska okkur öllum til hamingju með fuglaáhugamálið og vona að það verði virkt eins og hin dýraáhugamálin því fuglar eru alveg yndislegir og alltaf hægt að segja eitthvað skemmtilegt um þá!

Fugla-kveðjur

Sweet ;)
Játs!