Ég á þrjá dísapáfagauka sem eru allir frábærir en mjög ólíkir!
Við skulum bara byrja á brjálæðingnum og mesta fjörkálfinum í hópnum: Olla. Olli er grár og hvítur með gulann kamb. Hann er nýorðinn tveggja ára núna í apríl. Hann er sífellt á ferðinni og skoðar allt og bítur í allt. Hann er alger hössler og hösslar allar stelpur sem honum líst á. Hann á kærustu sem heitir Dísa. Við skulum koma að henni núna. Hún er gul á litinn. Hún verður 10 ára núna í desember (þvílíkur aldursmunur). Hún er í raun fósturdóttir mín því ég á hana ekki, en eigandinn vill ekki fá hana aftur sökum tímaleysis, við erum bara ánægð með það því við viljum endilega hafa hana! Þriðji fuglinn er hún Tinna litla, hún er líka gul en þó aðeins hvítari en Dísa. Hún verður 3 ára í desember. Við fengum hana upphaflega sem maka fyrir Olla en hún hafði barasta engann áhuga á honum svo þetta endaði svona, vel fyrir alla :)
Ég vona að þetta áhugamál eigi eftir að standa undir væntingum!
Kær kveðja við öll!
If you want to make an apple pie from scratch, you must first create the universe.