Gárar geta verið alveg frábærlega skemmtilegir.

Í dag er ég með 2 gára sem ég fékk úr sitthvoru varpi hjá fuglum sem mamma mín var með. Fyrst vorum við bara með hana Lottu og hún er alveg einstök. Hún verður árs gömul í sumar. Svo fyrir stuttu síðan fengum við félagskap handa henni, lítinn unga sem sem bróðir hennar Lottu gat af sér, unginn núna um svona 3-4 mánaða. Hann var ofsalega gæfur og góður þegar við tókum hann, en í dag er hann frekar styggur. Þeim lenti soldið saman þegar hann kom í búrið til hennar Lottu og ég held að hann hafi orðið hvekktur eftir bardagann um sinn tilverurétt í búrinu.

En hér ætla ég að segja ykkur aðeins frá henni Lottu

Lotta verður 1 árs í ágúst og hún er algjör sprellikelling. Þegar einhver nálgast búrið hennar bíður hún spennt við dyrnar og heldur að hún fái að fara út að leika. Þegar hún fær svo að kíkja út að leika, þá er sko fjör.

Hún Lotta er sko engin mannafæla, hún sest á öxlilna á okkur og snyrtir hár og skegg, og henni finnst sérstaklega gaman að leika sér í eyrnalokkum og hálsfestum þegar við erum með svoleiðis á okkur. Ef einhver er að borða eitthvað þá eignar hún sér matinn og rífst við okkur ef við ætlum að fá okkur bita. Hún hefur smakkað allt mögulegt, t.d. brauð, kökur, kex, kaffi, mjólk og kók.

Lotta er svo forvitin, eitt sinn var hún að athuga hvað var í glasi og datt á bólakaf ofaní glasið sem var með smá kóki í . Sú varð blaut og klístruð. En henni var alveg sama, hún settist bara á búrið og snyrti sig og þreif allt klístrið af sér.

Vona að fleiri komi með sögur af fuglunum sínum, þeir geta verið svo frábærir.