Ég ætla að segja frá páfagaukinum mínum sem heitir Pési. Hann er allur hvítur fyrir utan bláan depil á bakinu. Við (fjölskyldan mín) fengum hann fyrir u.þ.b. þrem árum. Þegar hann var ungi átti gamall maður hann sem leifði honum aldrei að fara út úr búrinu. Svo fékk frændi minn hann og átti hann alveg þangað til hann varð níu ára og þá fengum við hann. Núna er hann tólf ára. Hann er oftast rólegur og góður og stendur bara á einum fæti á prikinu sínu. Stundum fer hann hinsvegar uppá búrið og spjallar við draco kallana sína. Hann á fullt af þeim og stundum leikur hann sér að því að hrinda þeim fram af búrinu, einu sinni fékk ég einn í bakið! Hann á líka fleiri vini t.d. græna eðlu sem getur hreift hausinn (eins og þessi úr Toy Story) og hvítan plast fugl sem honum þykir gaman að kúra hjá. Hann á líka tvö box sem maður geimir penna eð blíanta í. Eitt er úr málmi og þegar hann stingur hausnum ofan í það og gargar þá bergmálar. Honum finnst það mjög gaman! Pési kann ekki að fara upp á puttann á manni en heilsar manni í staðin! Uppáhalds maturinn hans er gúrka, hann hreinlegar elskar hana! Núna er ég búin að segja nógu mikið frá Pésa og ég vona að þið hafið haft gaman að.
Kv. Martasmarta
-If olive oil is made out of olives and corn oil is made out of corn then baby oil is made out of….OMG!