Vala æfði flestar greinar íþrótta á Bíldudal og var mjög efnileg í hástökki. Fjölskyldan flutti svo til Lundar í Svíþjóð árið 1992 og Vala fóra aftur að æfa frjálsar haustið 1993. Þar kynntist hún stangarstökki og núverandi þjálfara sínum, Stanislav Szczyrba frá Póllandi. Hún keppti þá fyrir IFK LUND en skipti í MAI í MALMÖ 1995. Fyrir utan stangarstökk hefur hún náð bestum árangri í hástökki (1.82m) og sjöþraut.
Áhugamál: Vala hlustar mikið á tónlist, geislaspilarinn er alltaf með í bakpokanum. Hún hefur mikinn áhuga á bókum og er oftast með 2-3 bækur í gangi í einu. Hún spilar á píanó og gítar og hefur gaman af góðum kvikmyndum. Svo ræktar hún líka vini sína og nokkur blóm, segir hún sjálf.