Miller féll á lyfjaprófi en hélt verðlaununum!
Bandaríski spretthlauparinn Inger Miller féll á lyfjaprófi 1999 án þess að nokkur segði neitt við því og vann síðan gullið í 200 m hlaupi á HM í Sevilla nokkrum mánuðum síðar. Miller varð uppvís að því að vera með of hátt magn koffíns í blóðinu á HM innanhúss 1999 þar sem hún vann einnig til verðlauna og fékk að halda þeim og fékk ekki einu sinni viðvörun. Á ÓL í Sydney í fyrra kom það í ljós að Bandaríkjamenn hefðu breytt yfir þá staðreynd að 20 frjálsíþróttamenn þar í landi höfðu fallið á lyfjaprófum en ekki er vitað hverjir það eru ef frá er talinn C.J. Hunter.