Andre Bucher og Violeta Szekely unnu!!
Svisslendingurinn Andre Bucher, sem keppir í 800 metra hlaupi, og Violeta Szekely frá Rúmeníu sem keppir í 1500 metra hlaupi, báru sigur úr býtum samanlagt á stigamótum Alþjóða frjálsiþróttasambandsins en síðasta stigamótið fór fram í Melbourne í Ástralíu í gær. Bucher var einu stigi á undan bandaríska grindahlauparanum Allen Johnsen. Szekely vann kvennaflokkinn með nokkrum yfirburðum en hún varð ellefu stigum á undan Mariu Mutola frá Mósambik.