Um daginluku síðustu keppendur Íslands á HM keppni. Þórey Edda sem keppti í úrslitum stangarstökks kvenna vippaði sér yfir 4,45m í firstu tilraun og triggði sér 6. sæti sem er glæsilegur árangur. TIL HAMINGJU ÞÓREY. Þetta er besti árangur íslenskrar konu á heimsmeistaramóti í frjálsum utanhúss og jöfnun á besta árangri Íslendings, en Sigurður Einarsson varð 6. í spjótkasti 1991.
Jón Arnar Magnússon hóf keppni í Tugþraut í gær og gekk ekki jafn vel. Hann hljóp 100m á 11,01sek og átti svo algerlega misheppnað langstökk og fékk aðeins 5,83m. Hann hélt þó áfram tvær greinar í viðbót og kastaði kúlu 14,78m og stökk 1,94m í hástökki, eftir það hætti hann keppni.