Mér finnst mikið um strangar reglur til dæmis þjóðstört í hlaupum ef að maður þjóðstartar einu sinni er það viðvörun en ef maður gerir það aftur er maður dæmdur úr keppni. En ef maður þjóðstartar einu sinni þá verður maður langsíðastur útaf því að maður er skíthræddur að verða dæmdur úr keppni. Og líka í göngu ef maður hlakkar svo til að komast í mark og maður er fyrstur og tekur smá kipp einu sinni er maður dæmdur úr keppni. Frekar myndi ég hafa einhverja refsingu eins og 10 sek. refsingu en samt finnst mér að það ætti að hafa strangar reglur eins og í stangarstökki og öðrum greinum að það er tími slóra og blása á stöngina aftur og aftur!