Það hefur verið mikil umræða undanfarið í þjóðfélaginu um stera og önnur ólögleg efni sem þó finnast víða í íþróttaheiminum og yfirleitt er mjög auðvelt að redda sér þeim, á ég þar t.d. við ripped fuel sem er mjög þekkt hér á landi og margir nota.
En við skulum ekki leggjast of lágt og ekki dæma fólk sem ekki á það skilið, auðvitað er hægt að vera mikið massaður án þess að nota til þess ólögleg efni. Það liggur að vísu mjög mikil vinna á bak við það en þegar maður hefur lagt svo hart að sér að manni gangi svo vel þá er ekkert leiðinlegra en að heyra út í bæ
“þessi er á sterum!!” Líka er það yfirleitt fólk sem þjáist af öfundsýki sem japplar svona á velgengni annara… Takk fyrir.