Ég var í leikfimi í skólanum í dag og það var hástökk.
Ég hef aldrei æft hástökk í lífinu mínu (bara langhlaup, millivegalengd og spretthlaup (fyrir löngu síðan)).
Síðast þegar ég prófaði hástökk var meira að segja fyrir 2 árum held ég.
Allavegana að þá stökk ég fyrst svona sæmilega en þegar ég var kominn uppí 1.50 var ég farinn að fella smá og kennarinn minn gaf mér ráð og ég fylgdi þeim. Þetta fékk mig að hoppa 1.65!!
Ég er bara að pæla hvort þetta sé góð hæð fyrir mig (ég er 16 ára) sem að æfi ekki einu sinni frjálsar lengur??
Ég er allavegana helvíti stoltur víst að enginn náði að hoppa hærra en ég.
Kv. StingerS