Já neiddist til þess vegna meiðsla, var búin að reyna allt og þegar ég var hætt að geta gengið eftir æfingar sá ég að þetta var ekki að ganga og fór að hata allar íþróttir, en innst inn sakna ég þess mjög og það væri forvitnilegt hvað ég gæti í dag. Málið var að ég var búin að toggna svo oft að hnéskeljarnar á mér voru faranr að færast til hliðar þar að auki er ég mjög mikill hrakvalla bálkur og er búin að brotna 7x þar að meðal ökklabrotna en það var nú ekki frjálsum að kenna.
Ég er líka svona hrakvalla bálkur hef samt aldrei brotnað nema einu sinni viðbeinið en þar var þrautseigjan að verki. Ég er tognaður á ökkla núna búinn að vera í allavega þrjár vikur, held ég. En já, meiðslin mín eru alltaf svona lítil en pirrandi og lengi, einsog meiðsli á tá eða putta. d;o)
Þú ert heppinn en þú verður bara að passa þig vel. hvað eru að fara 50 m á? eða vast á aldrinum 14 ára ég fór þá 7,2 sek og sett Akureyrar met og ég fór 100 m á 13,8 sek allt þetta var þegar ég var 14 ára
Ég var bara byrja, ég held að ég sé búinn að ,,æfa" í 2-3 mánuði en mætt á æfingar svona 3-4 vikur.
Ég keppti ekki í 50m, en ég var í 60m - 8-9. Sæti - 7,87sek - 31.01.2004. Síðan tók ég einu sinni þátt í langstökki, hafði aldrei æft það, 4,89m - 15. Sæti - 31.01.2004. d;o)
Íslandsmet í 1500m hindrun sveina 15-16 ára og 2000m hindrun pilta 13-14 ára… skemmtilegt að segja frá því að ég sá ekki neina frétt neinstaðar um þessi afrek. Reyndar á ég flest stig í 5000m, man ekki hversu mörg stig en tíminn var 17:51,9 en Úrvalshópslágmarkið er 17:50,0 og fékk ég ekki inngöngu… 0,17% slakari árangur en til var ætlast…
Bgates, ég biðst afsökunar á það hafi ekki komið frétt um þetta. Hvenær var þetta? Það er bara stundum erfitt að fylgjast með öllu sem gerist. Þessvegna bið ég alla sem luma á einhverjum fréttum af sjálfum sér eða öðrum, svo lengi sem það er tengt frjálsum að senda það á frjalsar@frjalsar.com og fréttinn kemur inn!
Við viljum nefnilega endilega segja frá öllu en stundum gleymast hlutir og þessvegna er nauðsynlegt að minna okkur á þá!
Þið sem eruð að lesa, ekki hikka við að senda póst á frjalsar@frjalsar.com ef þið hafið eitthvað fréttnæmt.
Það er synd t.d. að met eins og Bgates setti gleymist en þið getið reddað því.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..