Frjálsar íþróttir eru ekki það stórar og vinsælar að það sé hægt að halda út mörgum vefjum um íþróttina, nú þegar eru flest öll félögin með síður, auk fri.is og frjálsar.com. Þar fyrir utan eru allskyns aðrar minni síður eins og urvalshopur.tk og frjalsar.tk og svo hugi.is/frjalsar. Þetta er bara alltof mikið fyrir svona lítið sport. Það þýðir að við erum dreifð útum allt og engin samstaða myndast. Búum frekar til öflugan miðill sem getur verið sterkur út á við.
Frjálsar.com hefur náð að vinna sér stóran sess hjá frjálsíþróttamönnum og er vel sótt. Ég veit t.d. að margir íþróttafréttamenn kíkja reglulega þangað inn auk gömlu stjarnanna. Ég mæli því eindregið með að ef þið viljið spjalla eða skrifa um frjálsar íþróttir að þið komið þangað. Spjallið er oft mjög virkt og skemmtilegt og öllum opið.
Það hefur marg sýnt sig að það gengur mjög illa að ná þessu áhugamáli upp. Ég veit ekki hversu oft það er búið að reyna það. Afhverju ekki frekar að sameinast öll á stað þar sem allir eru fyrir.
Spjallið á frjalsar.com er miðill þar sem allir geta tjáð sig, leitað hjálpar, fengið álit eða sagt sitt álit á hlutunum. Ef þið viljið svo deila fréttum úr frjálsum er lítið mál að fá skrifréttindi inn á vefinn.
Sameinumst.