labb
jæja ég hef komist að því að það er æðislegt að labba,sko ég flutti til Akureyrar í haust og það er rosa fínt og þar sem ég á ekki bíl þá labba ég um allt, í skólann úr skólanum og svo allt þar á milli,ég held að ég hafi aldrei labbað svona mikið og mér finnst þetta frábært,enda er frábært veður alltaf á Akureyri og nú er auðvitað snjór og það er draumur. ég er í myndlistarskólanum og bý frekar langt frá honum og er um 30 mín að labba og ég kem rosa hress í skólann,og svo er þetta svo gott fyrir aukakílóin…..hihi..enda er alltaf eitthvað sem má fara og ég ætla að halda þessu labbi áfram þar til… Og svo sakar ekki að vinkona mín úr skólanum er líka alltaf labbandi þannig að við erum vinkonurnar labbandi…en nú er ég hætt þessu rugli en ég mæli með því að þið farið og takið smá göngutúr um hverfið eða eitthvað og ykkur mun líða miklu betur.Svo er þetta góð leið til að hugsa ef manni líður illa….Allavega hefur þetta bjargað mér upp á síðkastið……..