Bikar 16 ára og yngri lokið.
Nú er lokið Bikarkeppni 16 ára og yngri í Frjálsum íþróttum.
Fjölnir vann samanlagða stigakeppni sveina og meyja og teljast Þar með Bikarmeistarar 16 ára og yngri 2003.
Fjölnir varð einnig í fyrsta sæti í stigakeppni sveina en ÍR varð í fyrsta sæti í meyja.
Heildar úrslit frá mótinu er komin á blikar.com en það á eftir að leiðrétta nafnabreytingar sem fóru fram á meðan að mótið stóð yfir. Meyja sveit ÍR setti nýtt meyja og stúlknamet í 1000 m. boðhlaupi en þær hlupu á 2:20,91 mín. Meyjametið var 2:25,47 mín sett í hafnafirði á bikar 16 ára og yngri fyrir ári síðan en það met átti meyjasveit Breiðabliks. Stúlknametið var 2:22,0 mín sett 1980 en það met átti Stúlknasveit FH.
Takk fyrir mig
rulludallu