Hún reyndi síðan við nýtt norðurlandamet, 4,53m en felldi þrisvar. Það var þýski meistarinn Yvonne Buschbaum sem vann með 4,63m en hún setti einmitt þýskt met á dögunum þegar hún stökk 4,70m. Í öðru sæti varð Monika Pyrek með 4,53m sem hún fór í 2. tilraun. Þess má geta að Elena Belyakova frá Rússlandi varð í 4. sæti með 4,43m en hún felldi oftar en Þórey.
Björn Margeirsson hljóp 1500m og flýtti sér nokkuð að fara þessa vegalengd, hljóp á tímanum 3:47.61 (ísl.met 3:41,65 Jón Diðriksson) sem er frábær tími og bæting frá 3:48,53 á Smáþjóðaleikunum. Björn varð 8. af 16 keppendum. Sigurvegarinn var Gareth Tumbel frá Írlandi á 3:36,60. Einnig voru þarna nokkrir Kenýamenn sem voru einnig að flýta sér.
Sveinn Margeirsson skokkaði 3000m á 8:37,66 og hefur oft farið hraðar. Sigurvegari varð Yousef Abdi frá Ástralíu á 7:54,31 eftir æsispennandi endasprett við Sammy Kiplagat og Barnabas Kosgei frá Kenýa.
Björn keppir líklega í 1000m hlaupi á morgun og stefnir þar á verulega bætingu.
Stjórnandi á