Ég vildi bara benda fólki á Aquarius hlaupaseriuna. Þetta eru 6hlaup (2búin) og eru veitt stig líkt og í Formúlunni fyrir hvert þeirra. Það er keppt í aldursflokkum og í heild. Þetta er líka fín leið til að halda sér við efnið yfir veturinn ásamt því að maður getur fylgst með mism. tímum á milli hlaupa.
Hlaupin er 10km leið í árbænum sem er ekki sú auðveldasta sem til er en það gerir þetta bara enn skemmtilegri fyrir vikið. Þetta er eitt fjölmennasta hlaup landsins og mættu næstum 180 manns í síðasta hlaup.

Frekari upplýsingar eru á
http://www.hlaup.is/Hlaup2002/AquariusOkt/AquariusUpplys2002.html