Mér finnst svolítið skrýtið hversu íslendingar eru góðir í frjálsum íþróttum, meðan við aðrar þjóðir sem búa jafnvel milljónir í eru svona álíka góðar.
Við höfum fullt af góðu frjáls íþróttafólki og þar má meðal annars nefna Jón Arnar Magnússon tugþrautarkappa, Völu Flosadóttir stangarstökkvara, Þórey Eddu Elíasardóttir stangarstökkvara, Einar Karl Hjartarsson hástökkvara, Guðrúnu Arnardóttir grindahlaupara, Silju úlfarsdóttir spretthlaupara og fullt af öðru frábæru fólki.
Danir eru svona álíka góðir ,kannski aðeins betri(þeir unnu allavega fleiri verðlauna peninga á ólympíuleikunum í Sidney 2000) en það eru náttúrlega ólympíuleikar og á ólympíuleikum er náttúrlega ekki bara keppt í frjálsum íþróttum.
Mér finnst líka frjálsar íþróttir vera of lítið í sviðsljósinnu og Ríkissjónvarpið sýnir bara kvenna handbolta og svo þýskan myglaðan fótbolta.
Það er náttúrlega ekki mót á hverjum degi eða í hverri viku en samt á að sýna þetta þegar þetta er í gangi.
Líka frjálsar íþróttir er líka það skemmtilegasta sem ég hef æft og ég hef æft fótbolta, borðtennis, tennis.
Til dæmis eru svona 300 krakkar í hverjum flokki í fótbolta og það er ógeðslega leiðinlegt að æfa þannig og svo fæ ég strax leið á borðtennis ,svo man ég ekki hvernig var að æfa tennis.