Hlaupadrottningin okkar Fríða Rún Þórðardóttir var kosin íþróttakona ÍR fyrir árið 2001. Eiríkur Önundarson var kosinn íþróttakarl ársins. Fríða Rún varð sigursælust íslenskra hlaupakvenna í millivegalengdahlaupum á árinu. Hún vann góða sigra á Íslandsmótum, í bikarkeppni og stigamótum FRÍ, í Víðavangshlaupi Íslands og 10 km hlaupi Reykjavíkurmaraþonsins. Auk þess náði hún góðum árangri í keppni erlendis og ber þar hæst sigur í 3.000 m hlaupi á Danska meistaramótinu innanhúss. Hún á besta árangur ársins í þremur greinum utanhúss: 1500 m, 3000 m og 5000 m hlaupi og í þremur greinum innanhúss: 800 m., 1500 m og 3000 m. Fríða Rún hefur verið driffjöður í keppnisliði okkar og hvatt félaga sína til dáða með baráttuvilja, vinnusemi og góðu fordæmi. Fríða Rún var fyrirliði kvennalandsliðsins í frjálsum á árinu 2001.
Hvað getur Fríða?
300 metra hlaup
46,0 Afrekaskrá Selfoss 01.06.1985
400 metra hlaup
61,4 Afrekaskrá Reykjavík 18.08.1985
800 metra hlaup
2:12,21 Smáþjóðaleikar Malta 25.05.1993
1000 metra hlaup
3:15,8 Afrekaskrá Kaupmannahöfn 02.08.1986
1500 metra hlaup
4:22,95 Afrekaskrá 1991 Athens,Ga. 16.06.1991
1 míla
4:57,24 Háskólamót Lincoln 12.02.1994
2000 metra hlaup
6:17,5 Afrekaskrá 1992 Greve, Danmörk 16.07.1992
3000 metra hlaup
9:28,17 Afrekaskrá 1992 Arkansas 11.04.1992
5000 metra hlaup
16:52,96 Spec Towns Bandaríkin 01.04.1995