Valencia 2008 – Heimsmeistaramót Innanhúss Í dag hófst Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum innanhúss og er sú keppni haldin á Luis Puig Palace vellinum í Valencia. Fyrsta svona keppnin var haldin í París árið 1985 og hefur verið haldin á tveggja ára fresti síðan. Reyndar var keppnin bæði haldin árið 2003 og 2004 vegna þess að stjórnendur IIAF (Alþjóðlega frjálsíþróttasambandið) vildi ekki hafa bæði innanhús- og utanhúsmótið á sama ári og ákváðu að færa mótið yfir á ‘slétt ár’. 32 þjóðir frá öllum heimshornum mæta til leiks og keppa í 11 greinum.

Hérna má sjá dagskránna: http://www.iaaf.org/WIC08/results/eventCode=3656/index.html


Fróðleiksmolar um heimsmeistaramótið innanhúss

Keppnisgreinar:

1991: Byrjað að keppa í 4 x 400m boðhlaupi bæði hjá köllum og konum
Sama ár var byrja að keppa í þrístökki kvenna
1993: Þetta ár var hætt að keppa í göngu og einnig var hætt að keppa í 7-þraut á heimsmeistaramótum þarna.
1997: Stangastökk kvenna kom til sögunnar innanhúss, tveimur árum eftir að það var byrjað að keppa í þeirri grein utanhúss.
2006: Hætt var að keppa í 200m hlaupum.

Bestu árangrar

6 gullverðlaun:
Maria Mutola frá Mózambík fékk 6 gullverðlaun í 800m hlaupi frá árunum 1993 til 2004. Í eina skiptið sem að hún van ekki var þegar Ludmila Formanóva vann hana árið 1999 á tímanum 1:56,9, sem að er met.

5 gullverðlaun:
Hinn kúbverski Iván Pedroso fékk 5 gullverðlaun í langstökki á árunum 1993-2001, vann semsagt öll mótin.
Stefka Kostadinova, búlgarski hástökkvarinn hefur líka fengið 5 gull.

4 gullverðlaun:
Haile Gebrselassie frá Eþíópíu vann 3 gull í 3000m hlaupi og 1 gull í 1500m, en hann bæði hlaupin árin 1999.
Sergey Bubka vann 3 gull í stangastökki fyrir hönd Sóvetríkjanna og eitt síðan fyrir Úkraínu.
Javier Sotomayer frá Kúbu gefur unnið 4 gull, og eitt brons, í hástökki.

Ekki er sýnt frá keppninni á Íslandi en hægt er að fylgjast með gangi mála á heimasíðu IAAF, http://www.iaaf.org/wic08/index.html
og einnig er hægt að skoða preview af deginum í dag hérna: http://www.iaaf.org/WIC08/news/kind=100/newsid=43784.html