Koji Murofushi sleggjukastarinn
Einnig hefur sleggjukast lítið verið í sviðsljósinu hér á HUGA og því ætla ég að skrifa um mann sem heitir Koji Murofushi og er fæddur og uppalin í Japan.
Koji Murofushi er heimmeistari í sleggjukasti og varð hann það núna í ár (14 júlí) á einhverju Toyota móti.
Koji Murofushi æfði frjálsar frá 6 ára aldri og náðu mjög góðum árangri á sínum yngri árum.
Hann reyndi mikið fyrir sér í Tugþrautinni þegar hann var unglingur en honum fannst hann ekki nógu góður í öllum greinunum og ákvað að leggja sleggjukastið fyrir sig og það var reyndar ágætis ákvörðun hjá honum.
Hann varð heimsmeistari um daginn og kastaði hann sleggjunni 83.47 metra sem er frábær árangur.
Hann á reyndar ekki heimsmetið því það á kall sem heitir Yuriy Sedykh og kemur hann frá einhverju Asíulandi og heimsmetið hans er
86.74.
Heimsmetið unglinga á einhver finni að nafni Olli Pekka Karjalainen og setti hann það met árið 1999
ég hef bara eitthvað smá prufað sleggjukast og ég ætla ekkert að nefna hér hvað ég náði því það er einkamál!!
Sleggjukast er reyndar næstum því alveg eins og kúluvarp en það er bara keðja föst við kúlunna í sleggjukasti og svo snýr maður sér í nokra hringi og kastar kúlinni.
Hefur einhver af ykkur HUGurum prófað sleggjukast og ef svo er hvað hafið þið þá náð.
Ef ég ætti að vera frjáls íþróttamaður þegar ég verð stór þá vildi ég allavega ekki vera seleggjukastari af því að þeir eru svo feitir.
Á Hm í edmonton þá var einhver sleggju eða kúluvarpari (man ekki) sem keppti í 100 metra í staðin og náði að hlaupa þessa 100 metra á cirka 14 til 15 sekúndum!