Fæddur: Laugardaginn 14. september 1974 í Bercane Marokkó
Greinar: 1500m, míla, 5000m
Ólympíuleikar: 2000 silfur 1500m, 2004 gull 1500m, gull 5000m
Heimsmeistaramót:1995 silfur 1500m, 1997 gull 1500m, 1999 gull 1500m, 2001 gull 1500m, 2003 gull 1500m, silfur 5000m.
Hicham El Guerrouj kom fyrst fram árið 1992 þegar hann varð þriðji (13:46.79) í 5000 m á heimsmeistaramóti 19 ára og yngri í Seoul en Haile Gebrselassie vann hlaupið. Þegar hann var aðeins 20 ára þá varð hann annar á heimsmeistaramótinu 1995 í 1500 m hlaupi og næsta ár bætti hann sinn persónulega árangur í 1500 m þegar hann hljóp á 3:29.59 og var þess vegna talinn sigurstranglegastur fyrir Ólympíuleikana það ár.
En gæfan var ekki með El Guerrouj því hann datt í úrslitahlaupinu þegar hann átti 400 m eftirog endaði tólfti og fór heim gráti næst. Þrátt fyrir þessi vonbrigði náði hann að vinna Morceli, sem þá var heimsmethafi (3:27.37), mánuði seinna en þetta var fyrsti ósigur Morceli í fjögur ár.
Á Ólympíuleikunum 2000 náði El Guerrouj aðeins öðru sæti þrátt fyrir að vera tvöfaldur heimsmeistari og heimsmethafi en Noah Ngeny frá Kenía sá við honum.
En á næstu Ólympíuleikum náði hann loksins að verða ólympíumeistari í 1500 m hlaupi en einnig vann hann 5000 m hlaupið eftir harða baráttu við heimsmethafann Kenenisa Bekele. Með þessu varð El Guerrouj fyrstur til þess að vinna þessi tvö hlaup á sömu Ólympíuleikunum í 80 ár eða síðan að Finninn fljúgandi Paavo Nurmi afrekaði það árið 1924. Eftir þennan magnaða árangur hafði El Guerrouj ekki lengur löngun eða hvatningu til þess að keppa lengur svo Ólympíuleikarnir í Aþenu var hans síðasta alþjóðlega keppni.
Til að sjá um þjálfun hans er hægt að skoða þessa síðu: http://run-down.com/guests/mv_el_guerrouj.php
Persónuleg met: (Vegalengd, tími, dagsetning, staðsetning)
800m 1:47.18 2. júní 1995
1000m 2:16.85 12. júlí 1999 Nice
1500m 3:26.00 (Heimsmet) 14. júlí 1998 Róm
Míla=1,609.344m 3:43.13(Heimsmet) 7. júlí 1999 Róm
2000m 4:44.79 (Heimsmet) 7. september 1999 Berlín
3000m 7:23.09 3. september 1999 Brussel
5000m 12:50.24 12. mars 2003 Ostrava
Einnig fékk hann splittið 1:46.34 í 800m í seinni hlutanum af 1500 m hlaupinu á Ólympíuleikunum 2004.
Ég vona að ykkur líki vel við þessa grein en þetta er mín fyrsta grein á Huga