ég hef ekki séð neina grein um þetta stórmót hérna á áhugamálinu þannig að ég ætla að gera það.

1. dagur: Það fór aðeins ein grein fram þennan dag sem er marþon karla en flestir höfðu meiri áhuga á setningarhátíðinni. En Eþíópíumaðurinn, Abera Gezahegne sigraði í maraþoninu.

2. dagur: Úrslit fóru fram í kúluvarpi karla og 20 km göngu karla. Í göngunni sigraði Rússinn Rasskazov Roman en samlandi hans Markov Ilya var aðeins 2 sekúndum á eftir. En í kúluvarpinu kom fáum á óvart að John Godina hafi sigrað með kasti upp á 21, 87. Í öðru sæti var samlandi hansAdam Nelson sem kastaði 21,24 og í 3. sæti var Finninn Arsi harju en hann kastði 21,93 metra.

3. dagur: Seinni dagurinn í sjöþraut kvenna var en þar sigraði Yelena Prokhorova frá Rússlandi. Eina ástæðan fyrir sigri hennar er talinn sá að Denise Lewis, yfirburðakona í þessari grein var meidd. En hápunktur dagsins var úrslit í 100 metra hlaupi karla en sætaröðin í því var svona:
1 Greene Maurice USA 9.82
2 Montgomery Tim USA 9.85
3 Williams Bernard USA 9.94
4 Boldon Ato TRI 9.98
5 Chambers Dwain GBR 9.99
6 Collins Kim SKN 10.07
7 Malcolm Christian GBR 10.11
8 Zakari Abdul Aziz GHA 10.24

4. dagur: Hápunktur þessa dags var tvímælalaust úrslitin í 100 metra hlaupi kvenna. En þar kom mjög mörgum á óvart (þar er ég með talinn) að Zhanna Pintusevich Block frá Úkraínu kom 3 sekúndubrotum á undan Marion Jones í mark á tímanum 10,85. Einnig voru úrslit í þrístökki karla þennan dag en þar sigraði heimsmethafinn, Jonathan Edwards með stökki upp á 17, 92 metra!!! En hápunktur dagsins fyrir Íslendinga var stangarstökk kvenna (úrslit) en þar var Þórey Edda Elísdóttir á meðal keppanda. Stacey Dragila sigraði hinsvegar með stökki upp á 4,75 metra. Þórey Edda lenti í 6. sæti en hún stökk 4,45 metra.

5. dagur: Úrslitin í tugþrautinni réðust. Hana sigraði Tomas Dvorák með 8902 stigum en í 2. sæti var sjálfur Erki Nool með 8815 stig . Einnig voru úrlsit í 800 metra hlaupi karla en það sigraði Svisslendingurinn André Bucher.

6. dagur: Það var keppt í fáum greinum þennan dag en úrslit í hástökki karla var það áhugaverðasta. Það kom nokkuð á óvart að Martin Buss frá Þýskalandi skyldi sigra það með stökki upp á 2.36.

7. dagur: Það mest spennandi þennan dag var 110 metra grind, og 200 metra hlaup bæði karla. Allen Johnson frá Bandaríkjunum sigraði grindina en Grikkinn Konstandinos Kenderis sigraði 200 metrana.

8.dagur: Þarna fóru fram úrslit í 200 metra hlaupi kvenna. Þar þótti Marion Jones sigurstranglegust og hún sigrðai líka á tímanum 22,39. Í 2.sæti lenti Debbie Ferguson en Kelli White lenti í því 3.

9. dagur: Líða fer að lokum mótsins ená 9. degi voru úrslit í langstökki karla fyrst á dagskrá. Kúbverjinn Ivan Pedroso sigraði þar með stökki upp á 8, 40 en avnte Stringfellow frá Bandaríkjunum lenti í 2. sæti, hann stökk 8,24 metra. Í 4* 100 metra boðhlaupi kvenna sigraði Bandaríkjasveitin með yfirburðum en hún er skiðuð: Kelly White, Crishty Gaines, Inger miller og Marion Jones

10. dagur: Síðasti keppnisdagur mótsins sem var að mestu leyti með boðhlaup. fyrst voru 4*400 metrar karla, þar sigruðu Bandaríkjamenn en Bahamabúar voru skammt á eftir. Í 4*400 metra hlaupi kvenna misstu Bandaríkjastúlkur keflið og lentu í 4. sæti en Jamæka stúlkurnar sigruðu. Hápunktur mótsins var 4*400 metra boðhlaup karla þar lenti Trinidad & obago í 3. sæti, Suður Afríka í 2. sæti en sveit bandaríkjamanna skipuð: Mickey grimes, Bernard Williams, Dennsi Mitchell og TimMotgomery sigruðu á tímanum 37,96 sekúndum.

Það olli vonbrigðum með þetta mót að ekkert heimsmet var sett en það var mjög gaman og spennandi að fylgjast með því.

kveðja ari218