Ólympíuleikarnir til forna, sem kenndir eru við borgina Ólympíu í Grikklandi lögðust af árið 393 eftir Krists burð, og höfðu þá verið haldnir með reglulegu millibili frá því 776 f.Kr. Fyrstu nútímaleikarnir voru haldnir í Aþenu árið 1896.
Íslendingar tóku fyrst þátt í Ólympíuleikunum í London árið 1908. Sjö manna hópur sýndi íslenska glímu og Jóhannes Jósefsson (Jóhannes á Borg) varð fyrsti íslenski keppandinn, en hann náði undraverðum árangri í grísk-rómverskri glímu - varð fjórði. Á næstu leikum, í Stokkhólmi árið 1912, sýndu Íslendingar glímu öðru sinni og tveir Íslendingar voru á meðal keppenda á leikunum. Eftir það varð hlé á þátttöku Íslendinga, en í Berlín 1936 var 15 manna hópur sendur og á Vetrarólympíuleikunum í St. Moritz árið 1948 voru Íslendingar með í fyrsta sinn. Síðan hafa íslenskir keppendur verið á öllum Ólympíuleikum. Árangur þeirra hefur oft verið glæsilegur en upp úr standa þeir tveir sem á verðlaunapall hafa komist. Í Melbourne árið 1956 vann Vilhjálmur Einarsson til silfurverðlauna í þrístökki og Bjarni Friðriksson hlaut bronsverðlaun í júdó í Los Angeles árið 1984. Á leikunum í Seoul 1992 lék íslenska landsliðið í handknattleik um bronsverðlaunin en endaði í fjórða sæti. Á Ólympíuleikunum í Atlanta sumarið 1996 kepptu Íslendingar í fimm greinum: frjálsum íþróttum, júdó, fimleikum, badminton og sundi.
Þetta er ekki copy paste ég lofa!!!!!!