Fyrsta borgin til að halda fullkomna Ólympíuleika!
Ólympíuleikarnir í Stokkhólmi árið 1912 voru með miklum glæsibrag og Svíum til mikils sóma .Öll framkvæmd leikana tókst vel og sannur íþrótta andi ríkti meðan á þeim stóð. Má með sanni segja að leikarnir hafi verið sú alþjóðlega íþrótta hátíð sem Coubertin lét sig dreyma um. Mun fleiri keppendur frá alskonar löndum komu á leikana heldur en í London 1908 og sömuleiðis voru keppendur mun fleiri en þá. Svíar lögðu allan sinn metnað í að undir búa leikana Sem best og gerðu fjölmörg mannvirki vegna þeirra ,Þ.á m. Íþróttaleikfang,sundlaug,hjólreiðabraut ,skotbakka, róðrarbraut og lögðu loks tennis og knattspyrnuvelli.Til nýunga heyrði á þessum leikum að notuð var rafmagns tímataka í fyrsta sinn og sérstök blaðamannastúka reist á leikfanginum.það vakti líka eftirtekt að allir dómara voru klæddir í samskonar búningum.Á leikunum var tekin upp keppni í nútima –fimmtarþraut,íþróttagrein sem Coubertin bar mjög fyrir brjósti .Í Stokkhólmi sýndu íslenskir glímukappar hvað þeir gátu í annað sinn. Tveir íslendingar voru meðal keppanda á leikunum sjálfum Sigurjóm Pétursson sem keppti í grísk-rómverskri glímu,og Jón halldórsson sem keppti í 100m hlaupi . ÍSÍ var þá ný stofnað, stóð fyrir förini. Í hópnum voru auk Sigurjóns og Jóns þeir Alex Kristjánsson, Guðmundur kr. Halldór Hansen, Hallgrímur Benidiktsson, Kári Armgrímsson og Magnús Tómason.