Hér ætla ég að tala einhvað um Völu flosadóttur enn og aftur
frjálsíþróttasamband ‘Islands veitti þeim Völu Flosadóttur og Vilhjálmi Einarssyni viðurkenningar árið 2000 fyrir að hafa unnið til verðlauna á Ólympíuleikunum.
Eins og er mjög þekt hér á Íslandi var Vilhjálmur fyrsti Íslendingurinn sem vann til verðlauna á þessum leikum þegar hann vann silfurverðlaun í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbonrne (ég held að þetta ek skrifað svona) í Ástralíu árið 1956. Vala fylgdi svo í kjölfar Vilhjálms þegar hún vann til bronsverðlauna í stangarstökki í Sydney fyrir einu ári ’I ólempíuleikunum í sydney 2000. (Þessi samtöl copyaði ég)
Það er fagnaðarefni fyrir okkur öll að fá að hafa þessi tvö á sama pallinum þetta afreksfólk sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra þegar hann afhenti þeim Vilhjálmi og Völu verðlaunin í gyllta sal Hótel Borgar. Þau voru í fararbroddi" hvort í sínu fagi, hvort á sínum tíma.
Öllum Ólympíuförum Íslands í frjálsum íþróttum frá upphafi var boðið til þessarar verðlaunaafhendingar og mátti sjá marga af bestu íþróttamönnum landsins á Hótel Borg í gær, ásamt forseta Íþróttasambands Íslands Ellert B. Skram.
Hér eru upplísingar um Völu flosadóttur
Fædd: 16. febrúar 1978
Íþróttagrein: stangarstökk
Félag: ÍR.
Besti árangur: Innanhúss: 4.16m ´96, 4.20m ´97, 4.44m ´98, 4.45m '99.
Utanhúss: 4.17m ´96, 4.10m ´97, 4.36m ´98.
Ég er mjög spenntur þangað til að næsta Frjálsíþróttamót
komi til þess að fylgjast með þeim sem eru að keppa!