Ewry vann öll atrennulausu stökkin eins og í paris 4 árum áður og setti nýtt heimsmet í langstökki (3,47)og stóð það í áratugi.Hahn var mesti spretthlaupari leikana og sigraði í 60m,100m og 200 m. Tími hans í 200m,21,6.,var nýtt Ólympíumet sem ekki var slegið fyrr en árið 1932. Lightbody vann millilengdahlaupin(800 m,1500 og 2500 metra hindrunarhlaup). í 1500 m bætti hann heimsmetið í 4:05,4mín.og þótti sá árangur undrum sæta.Hillman sigraði í 400 m hlaupi og 400 m grindahlaupi .
Í maraþonhlaupinu gekk á ýmsu. Fyrstur í mark kom Bandaríkjamaðurinn Fred Lorz og var honum var að sjálfsögðu fagnað sem sigurvegara. En brátt kom í ljós að ekki var allt með felldu og stuttu síðar varðLorz að viður kenna að hann hefði ekið á bíl mestalla leiðina .Næstur inn á leikfanginn kom landi hans Thomas hicks.Örmagna að þreytu skjögraði hann síðustu metrana í markið. Það var allra vörum að Þjálfari hans hefði gefið honum Strykín og koníak meðan á hlaupinu stóð en engin sá ástæðu til að fetta fingur út í það . Áleikonum í St.Louis var keppt í fyrsta sinn á Ólympíuleikonum Hnefaleikar.Keppendur voru allir Bandaríkjamenn.Einn þáttur leikana vakti miklar deilur. Það var sérstakt mót (Anthropological days)fyrir keppendur af óæðri kynþáttum eins og svertingja.filippseyinga,tyrkja og indjána. keppnin olli miklum úlfaþyt og hneykslan meðal forustumanna Ólumpíuhreyfingarinnar.