Það sem af er árinu.... Hérna ætla ég að koma með smá pistil um eiginlega bara þau Íslandsmet sem sett hafa verið í hverjum mánuði frá 1. janúar 2006 til 1. júli :)


-Janúar-


Frjálsíþróttafólk ársins
Gauti Jóhannesson UMSB og Þórey Edda Elísddóttir FH var kjörið frjálsíþróttafólk árins 2005. Gauti bætti m.a. Íslandsmetið í 800m hlaupi innanhúss á árinu (1:51,89mín).Áður hafði hann náð lágmarki fyrir EM, þegar hann hljóp á 3:47,99 mín, sem er þriðji besti árangur íslendings í þeirri grein frá upphafi. Þórey Edda var í 7-8 sæti Evrópulistans í stangastökki kvenna þegar hún stökk 4,50 og náði nokkrum verðlaunum á mótum í Evrópu.


Nýtt íslandsmet í 200m karla
Sveinn Elías Elíasson, Fjölni, bætti 16 ára gamalt Íslandsmet í 200m hlaupi karla á Reykjavíkurleikunum, sem fóru fara í Laugardalshöllinni, þegar hann hljóp á 22.15 sek. Gamla metið átti Gunnar V. Guðmundsson, 22.38 sek., sett í Glasgow árið 1990. Sveinn sem er aðeins 17 ára bætti með þessum árangri metin í fjórum aldursflokkum.


-Febrúar-


Íslandsmet í fimmþraut kvenna
Kristín Ólafsdóttir úr FH setti nýtt íslandsmet í fimmþraut á háskólamóti í New Mexico. Kristín bætti gamalt met Völu Flosadóttur um 236 stig en hún náði samtals 3843 stigum.


Mörg met slegin á Meistaramóti Íslands
Ádís Hjálmsdóttir (ármanni) bætti íslandsmetið í kúluvarpi, flokki 21-22 ára. Hún varpaði kúlunni 13,70m og bætti fyrra metið sem sett var árið 1979 um 23cm.


Þorsteinn Ingvarsson (HSP) setti íslandsmet í þremur flokkur þegar hann stökk 14,66 í þrístökki. Hann bætti sitt eigið met í drengjaflokki og í flokkum 19-20 og 21-22 ára.


Sveinn Elías Elíasson (Fjölni) bætti met Þorsteins Ingvarssonar í 60m hlaupi drengja (17-18 ára), um 11/100 úr sek., þegar hann hljóp á 6.97 sek

Kári Steinn Karlsson (Breiðablik) setti met í 3000m hlaupi 19-20 og 21-22 ára og bætti þar með gamalt met Björns Margeirssonar. Kári hljóp á 8:31,67 mín.


Þá bætti Íris Anna Skúladóttir Fjölni metin í þremur aldursflokkum (17-18 ára, 19-20 ára og 21-22 ára) í 3000m hlaupi, þegar hún sigraði í þeirri grein á 10:01,70 mín.


Meistaramóti Íslands í fjölþrautum
Í 7-þraut sveina setti Einar Daði Lárusson (ÍR) nýtt stigamet en hann náði 4612 stigum og vann með yfirburðum.


Sveinn Elías Elíasson (Fjölni) bætti Íslandsmet drengja og unglinga í greininni en hann hlaut samtals 4910 stig.


Met í 60m grindahlaupi – Konur 21-22 ára
Kristín Birna Ólafsdóttir (ÍR) setti um helgina nýtt met í 60m grindahlaupi í flokki 21-22 ára þegar hún hljóp vegalengdina á 8.66 sek., en hún bætti metið einnig í undanrásunum þegar hún hljóp á 8.85 sekúndum.


Meistaramót Íslands 15-22 ára
Villhjálmur Atlason (ÍR) bætti met Sveins Margeirssonar í 1500m hlaupi drengja frá árinu 1994 um tæplega 5 sek., þegar hann kom í mark á 4:05,96 mín og var þetta annað metið sem hann bætti um helgina, en hann bætti drengjametið í 800m hlaupi.


Stefanía Hákonardóttir (Fjölni) vikugamalt meyjamet sitt í 400m um 38/100 úr sek., þegar hún kom í mark á 56.53 sek.


-Mars-


Heimsmeitaramót öldunga
Stefán Hallgrímsson ÍR varð heimsmeistari í fimmtarþraut í flokki 55-59 ára á HM öldunga í dag, hlaut samtals 3784 stig.


Þá náði Árný Heiðarsdóttir úr Óðni í Vestmannaeyjum silfri í þrístökki í flokki 50-55 ára, stökk 9.22 metra.


Fríða Rún Þórðardóttir ÍR vann til bronsverðlauna á HM öldunga í 3000m hlaupi en hún hljóp á 10:12,89 mín.


-Apríl –


Íslandsmet í sjöþraut kvenna
Kristín Ólafsdóttir úr ÍR bætti Íslandsmetið í sjöþraut á MT. SAC RELAYS HEPTATHLON mótinu í Kaliforníu, þegar hún hlaut samtals 5402 stig, en gamla metið sem Birgitta Guðjónsdóttir átti var 5204 stig frá árinu 1985. Kristín Birna bætti sinn besta árangur í greininni um rúmlega 300 stig og Íslandsmetið um 198 stig, en Kristín Birna varð í 5. sæti í þrautinni. Kristín hafði bætt Íslandsmetið í fimmþrautt fyrr á árinu.


-Maí-


Íslandsmet í 10.000m hlaupi unglinga
Á Norðurlandameistaramótinu í 10.000 metra hlaupi tók Kári Steinn Karlsson þátt og setti nýtt Íslandsmet. Hann kom í mark á 31:00,31 mín, sem er nýtt unglingamet í flokkum 19-20 og 21-22 ára, en fyrra metið sem hann átti sjálfur síðan í fyrra.


Met í spjótkasti pilta
Ásgeir Trausti Einarsson (USVH) setti íslandsmet í spjótkasti pilta á Coca Cola móti FH. Ásgeir sem er fæddur ’92 kastaði spjótinu 56,36m og bætti sitt eigið Íslandsmet sem hann hafði sett í vikunni áður.


Sveinamet í spjótkasti
Örn Davíðsson (UMF Selfoss) setti nýtt sveinmet þegar hann kastaði spjótinu 58,17m á Coca Cola móti FH og sigraði örugglega í sínum flokki.


Íslandsmet 17-18 og 19-20 ára í kringlukasti

Ragnheiður Anna Þórsdóttir (FH) tók þátt í Powerade móti FH í Kaplakrika og setti þar nýtt 17-18 og 19-20 ára met í kringlukasti. Ragnheiður kastaði 50.18 og stórbætti árangur sinn. Þessi árangur hennar er jafnframt annar besti árangur Íslenskrar konu í kringlukasti.


-Júní-


Sveinamet í 300m grindahlaupi.
Einar Daði Lárusson (ÍR) bætti sveinamet (15-16 ára)í 300m grindahlaupi á Fimmtudagsmóti FÍRR. Einar Daði hljóp á 39.03 sek.


Íslandsmet í sjöþraut meyjaÍ sjöþraut meyja varð Helga Margrét Þorsteinsdóttir (USVH) Íslandsmeistari og bætti Íslandsmet meyja í leiðinni um 90 stig, en hún hlaut samtals 4995 stig


Júli - Desember mun koma þegar árið er búið vonandi :)