Wilma Glodean Rudolph Ég ætla að koma með stutta umfjöllun um eina merkilegustu afrekskonu sem hefur keppt í frjálsum íþróttum. Þetta verður frekar stutt grein og ekkert mjög ýtarleg en nær yfir aðalatriðin, vonandi.



Wilma Glodean Rudolph fæddist þann 23. júni árið 1940 í Clarksville, Tennessee, hún var yngst af 20 systkinum og fjölskylan hennar var mjög fátæk. Hún komst ung af því að hún væri með taugasjúkdóm sem að hindraði að hún gæti gengið og hún eyddi æskuárunum í rúminu. Móðir hennar fór með hana 50 mílur til “svartra-spítala” tvisvar í viku. Þegar hún varð 12 ára, gat hún gengið aftur og hún ákvað að verða íþróttakona. Í framhaldsskóla spilaði hún körfubolta en þegar frjálsíþróttaþjálfari sá hana á æfingu ákvað hann að að bjóða Wilmu á æfingar. Wilma varð samt körfuboltastjarna í skólanum sínum Burt High School. Hún setti stigamet í Tennessee fylki og liðið hennar varð fylkis-meistari. 16 ára gömul keppti hún á Sumar-Ólympíuleikunum (1956) og fékk bronz verðlaun fyrir 4x100m boðhlaup.


Eftir framhaldsskóla fékk hún fullan námsstyrk í Tennessee Fylkisháskólann, þar sem hún fékk gráðu árið 1963. Hún keppti árið 1960, 20 ára gömul, á Ólýmpíuleikunum í Róm og vann 100m, 200m og 4x100m boðhlaupin. Og var hún fyrsta konan til að vinna 3 gull á sömu leikunum. Ári seinna fékk Wilma ”James E. Sullivan” verðlaunin fyrir góð frjálsiþróttaafrek sín í Bandaríkjunum. Eftir að hún hætti í frjálsum, var hún kennari, frjálsíþróttaþjálfari og íþrótta ráðgjafi. Hún giftist Robert Eldridge árið 1963 og átti fjögur börn. Wilma lést síðan 54 ára gömul heima hjá sér í Brentwood, Tennessee af völdum heila-krabbameins.