Á ólympíuleikunum voru sigurvegararnir heiðraðir með ýmsu móti.
Hin opinbera verðlaunaafhending fór fram í seifshofinu á fimmta eða sjötta degi leikana. Sigurlaunin voru sveigur gerður úr olíuviðargrein sem sniðin var af tré er stóð við seifshofið og hafði verið gróðursett af sjálfum Heraklesi.Piltur sem átti báða foreldra sína á lífi, skar greinina að trénu með hníf úr gulli.Sveignum fylgdi blessun og færði sigurvegaranum vernd Seifs.Sá siður var tekin upp er fram liðu stundir að sigurvegari hlaut pálmasveig þegar dómur var upp kveðinn og kallari kunngerði hátiðlega nafn hans,föður hans og ættborgar.Einnig tíðkaðist að smeygja hvítu skarbandi á höfuð sihur vegaranna.Verðlaun hlutu aðeins þeir sem urðu hlutskarpastir en þeir sem urðu næstir hlutu enga viðurkenningu.Sérstakur heiður fylgdi sigri í styttra spretthlaupinu því leikarnir voru nefndir eftir sigurvegurunum í því.einnig hlutu þeir sem sigruðubæði í glímu og gífursglímur sérstaka viðurkenningu og voru þeir kallaðir paradoxonikes.Þessi viðurkenning mun hafa veitt alls 7 sinnum á þeim 1000 árum sem saga ólympíuleikana nær yfir.