Ég keppti í piltaflokki í héraðsmóti UMSB með fínum árangri miðað við það að ég hef aldrei farið á mót áður.
Fyrri dagur:
Spjótkast: 12,74 metrar 5-6.sæti
Hástökk: 1,15 metrar 4.sæti
Kúluvarp: Afskráði mig
Annar dagur:
Langstökk: 3,32 metrar 4.sæti
80 metra grindahlaup: 2.sæti í mínum riðli, hefði náð þessu hefði ég ekki rekið tána í eina grindina, annars var ég í 4.sæti með hinum 2.riðlunum.
100 metra spretthlaup: 1.sæti í mínum riðli, 3.sæti með hinum 2.riðlunum.
800 metra langhlaup: 4.sæti. Ég gerði mistök og tók allavega 150 metra á móti vind í staðin fyrir að taka 3.sætið á lokasprettinum.
Ég keppti fyrir Ungmennafélagið Bifröst og var einn af 3. sem fengu verðlaunapening.