Eric Lidell Mér langaði að koma með eina stutta grein hérna til þess að lífga aðeins við hérna og fræða e.t.v einnhverjar fáfróðar sálir. Þessi grein verður um Skoska spretthlauparann Eric Liddell sem er einn af þeim frjálsíþróttarmönnum sem skara upp úr öðrum á liðinni öld.

Eric Henry Liddell fæddist 16.janúar árið 1902 í norður Kína. Foreldrar hans voru af Breskum ættum og unnu trúboðastörf út um allan heim.
Sex ára gamall flutti hann ásamt bróður sínum Rob til Englands og nam til 18 ára aldurs, nám við munaðarleysingjar skólan Eltham í Blackheath. Á þeim tíma voru foreldrar hans Rev og James Dunlop Liddell, og systir hans Jenny í Kína. Á barnárum Liddells hitti hann fjölskyldu sína nokkrum sinnum í Edinborg þar sem fjölsyldan hans kom saman nokkrum sinnum á ári.

Nóg um barnæsku Liddells, en árið 1920 gekk Lidell ásamt bróður sínum í Edenborgarháskólann, hann tók BS í vísindum þar og útskrifaðist árið 1924 eftir að hann hafði keppt á ólympíuleikunum í París.

Á Háskóla árum Lidells æfði hann og stundaði rúgbý og frjálsar af kappi. Hann þótti efnilegur í báðu en þó sérstaklega í spretthlaupum sem hann átti seinna eftir að sanna.

Þó að Liddell lifði mjög óheilsusamlega, drakk og reykti mikið þá vann hann allt sem hann keppti í á Bretlandseyjum, hann var Skoskur meistari í 100 og 220 yarda hlaupi frá árunum 1921-1924. Fljótlega fór takmark hans að vera ólympíuleikarnir þeir sjöundu í röðinni sem haldnir voru í París árið 1924.

Á ólympíuleikunum kom upp mikill vandi fyrir Liddell, aðalgrein hans, þ.e 100 metra hlaup var á Sunnudegi. Vegna þess hve trúaður Liddell var gat hann ekki leyft sér að keppa þá. Eftir að hafa talað við stjórnendur ólympíuleikanna sem sögðust ómögulega geta breitt tímasetningunni sá Liddell framm á að geta ekki keppt. Félagi Liddells úr Breska ólympíuliðinu gaf honum sinn þáttökurétt í 400metra hlaupi vegna þess að hann hafði komist á pall áður í 400metra grind og vildi að Liddell fengi tækifæri til þess líka.
Þegar á keppnisdag var komið hélt Liddell messu í París, hann hafði því engan tíma til að hita upp fyrir 400m hlaupið sitt, einnig má geta þess að hann hafði aldrei keppt í 400m hlaupi áður og ekkert æft fyrir það. Þrátt fyrir allt það sigraði Liddell 5metrum á undan næsta manni og setti heimsmet 47.6 sem er ótrúlegur tími miðað við hvernig aðstæður á þessum tíma voru. Hann tileinkaði sigri sínum guði.

Eftir glæstan sigur sinn á ólympíuleikunum lagði hann gaddaskóna á hilluna og hóf trúboðastörf í Kína. Hann lést síðan árið 1945, 43 ára að aldri.

Ég ráðlegg öllum frjálsíþróttar áhugamönnum að horfa á myndina Chariots of Fire, þar kemur saga Liddells framm ásamt öðrum Bretum sem kepptu á þessum tilteknu ólympíuleikum.


Endilega leiðréttið mig ef ég er að fara með einhverjar fleipur.

ATH þessi grein var skrifuð í miklu flýti og því er ekki að undra að hún er ílla skrifuð málfræðilega og innihaldslega.
Ástæða þess er að ég hef margt annað og betra að gera en að pósta einhverju inná huga.