Hæ!
Ég sem frjálsíþróttamaður hef nú engan áhuga á því að þessu áhugamáli verði lokað, þannig að ég hef ákveðið að gera allt sem ég get til að lífga það við og vonast eftir hjálp allra sem hafa áhuga á þessu.
Í þessari grein ætla ég að segja ykkur frá minni upplifun af unglingalandsmótinu, ég er 16 ára og keppti í flokki 15-16ára.
Nú ég keyrði (kallinn kominn með æfingarakstur, klessti ekkert á, annað en sumir reyndir bílstjórar þessa helgi. ;) úr mínum heimabæ sem myndi vera Rvk. og tók það sinn tíma þrátt fyrir hraðann akstur, en ég ætlaði nú ekki að segja frá því.
Ég keppti í 100m hlaupi fyrir Breiðablik (5.sæti… minnir mig… nokkuð viss… og síðan lenntu einhverjir vitleysingjar þar fyrir ofan.), fótbolta fyrir USAH (2.sæti. Tindastóll sem voru notabene á heimavelli unnu okkur í vítaspyrnukeppni.) og 4x100m boðhlaup fyrir Breiðablik (1.sæti! Auðvita með hjálp góðra manna. ;).
Fyrstu nóttina gisti ég í einhverju húsi rétt fyrir utan Sauðárkrók og ég, og mamma, þurftum að fara nokkuð snemma svo við þyrftum ekki að vekja mannin sem leigði húsin og fannst mér það leiðinlegt í fyrstu en svo kom í ljós næsta dag að það hafði eitthvað fólk verið að labba um og ussa og hóta þeim sem ekki héldu kjafti að þau yrðu rekin af mótinu, þannig að engin skemmtun var það kvöld hvort eð er. Afsökun þeirra fyrir að brjóta á mannréttindum tjaldstæðinga var að það værir mikið af fólki þarna sem væri að fara að keppa næsta dag sem var laugardagur.
Ég neitaði að sofa í kofanum fyrir utan Sauðárkrók aftur og vildi skemmta mér með hinum krökkunum um laugardagsnóttina en viti menn fólkið kom það kvöld líka og hótaði því sama og daginn áður.
Mikið var keppt og mikið var farið í sund og lítið var um tvítugar hálfberar og lekkerar stelpur í strandbolta, en það var í boði einsog svo ótrúlega mikið annað einsog t.d. hakkýsakk og þrautarhlaup.
Sunnudagurinn er sér kafli krakkar mínir en hann fór þannig að úrslit voru keppt í flestum greinum sem átti eftir að keppa úrslit í og var það flest allt gert fyrir hádegi. Flestir kusu að slaka á og fara í sund, sem var frítt fyrir þá sem voru með gula armbandið sem fylgdi með pokanum frá símanum með gula bolnum og gula Fantainu sem maður fékk sem kvittun fyrir að láta íþróttafélagið sitt borga þátttökugjaldið. En aðrir ákváðu að fara heim eftir að hafa fengið verðlaunin sín. Um kvöldið voru flugeldar og mikið af reyk og eftir það var djammaði þanga til morguns, Quarashi og Birgitta áttu stórann þátt í því.
5* af 5 fær Sauðárkrókur fyrir frábærar aðstæður.
5* af 5 fær starfsfólkið fyrir frábært starf.
Mætið síðan öll næstu verslunarmannahelgi í Vík í Mýrdal en ég fór einmitt þangað um daginn og var það góður staður að vera á. d;o)