Björn Margeirsson sigursælasti millivegalengdarhlauparinn á síðasta ári er kominn yfir í FH og þetta finnst mér alveg frábært sem ég er nú FH maður en hann bætti 31 árs gamalt íslandsmet í 800 m. hlaupi karla innanhúss á móti i Clemson, USA. Björn hljóp á 1:53,24 mín. og bætti metið um 2/100 úr sekúndu. Björn hefur verið við æfingar í Bandaríkjunum undanfarið og hefur sett sér það markmið að komast á ólympíuleikanna i Aþenu í sumar. Þessi árangur er góður áfangi fyrir Björn og gefur honum mikinn meðbyr í áætlunum sínum. Þess má einnig geta að Björn hefur tekið sér ársleyfi frá verkfræðinámi í Háskóla Íslands og mun dveljast erlendis við æfingar í vetur. Það þarf enginn að velkjast í vafa um það að til þess að ná árangri þarf að leggja fram miklar fórnir til þess að uppskera.
Björn til hamingju með þennan glæsilega árangur. það eru búið að vera einkverjir orðrómar að hann hafi verið borgað 500 þús kr. fyrir að fara í FH en ég veit ekki hvort að það sé satt eða ósatt, en ég held nú að það sé ekki satt, en blikar eru nú eitthvað ósáttir við þetta, hann er afreksmaður og auðvitað á hann rétt á að skipta um lið, hvort að hann hafi fengið pening eða ekki
www.kosmos-theband.tk