Núna síðustu vikur hefur verið afar slæm færð um allt land og erfitt fyrir hlaupara að komast leiðar sínar. Snjór og klaki þekja jörð og neyða lítinn íþróttastrák til að fara inn á líkamsræktarstöðvarnar á hin alræmdu hlaupabretti.
Þau eru misjöfn, sum eru ný og fín en önnur gömul og illa farin. Ekki eru þó allir sammála um ágæti þeirra, sumir benda til dæmis á að skreflengd sé ekki hægt að nýta til ýtrasta. Persónulega finnst mér mun verra að hlaupa á hlaupabretti. Og hversu líkur er mælikvarðinn á brettunum raunveruleikanum? Og hallakerfið? Hversu mikil áhrif hefur hallinn á hlaupið?

Þar sem ég vænti þess að það séu margir frjálsíþróttaspekúlantar á þessu áhugamáli, vonast ég til þess að fá svör við eftirfarandi dæmum:

Ef náungi getur hlaupið 5 km á bretti á 20 mínútum, hvaða tíma getur hann vonast til að ná í 5 km götuhlaupi?

Ef náungi getur hlaupið 5 km á bretti með 2% halla á 20 mínútum, hvaða tíma getur hann vonast til að ná í 5 km götuhlaupi?


Með fyrirfram þökk….