Ég var að kvarta fyrir stuttu um að ég hefði hætt vegna stríðni… nú er svo komið að ég byrjaði aftur en hætti svo stutt eftir það vegna Þjálfara míns… Það var þannig að við vorum á Landsmótinu á Ísafyrði… Hann var búinn að skrá okkur í liðinu í næstum allar greinar… sem við vorum ekki búin að sammþykkja… Þannig að hann leyfði okkur að sleppa þeim og fara niður í bæ, Hann meira að segja lét okkur fá lykil til að setja dótið okkar í bílinn sem við vorum með. Eftir svona rúmlega hálftíma þá hringdi hann alveg öskureiður og sagði að hann hefði ekki leyft okkur að fara og við hefðum átt að vera að keppa. Hann hótaði meira að segja að fara með okkur heim ef við hefðum ekki komið eftir klukkutíma! Þegar við komum fengum við þriggja kortera fyrirlestur um að við ættum að vera að keppa og Það var mjög stutt á milli gráturs og Hláturs, semmsagt á Tímabili var ég að springa úr hlátri eða alveg að fara að gráta.
Svo þegar við komum heim vorum við á æfingu og hann gaf okkur nammi. ENGINN BAÐ UM ÞAÐ. Og sagði svo reiðilega að við ættum ekki alltaf að vera að borða nammi og að næsta æfing yrði miklu erfiðari… á næstu æfingu var svo gos…! Við fórum oftast í Fótbolta á FRJÁLS-ÍÞRÓTTA ÆFINGU.. Og ég slasaðist og honum var alveg nákvæmlega sama og var bara að segja eitthvað að það væri ekkert að þegar ég lenti með andlitið á undan í jörðina… og var alveg dofin í nefinu.
svo næst þegar við hittumst tók hann mig afsíðis og spurði hvort að það væri ekki allt í lagi á milli okkar… ég þorði ekki að segja neitt og hef reint að forðast hann eftir það…!
Ég vona að einhver lesi þetta og gefi mér ráð…
Kv. Ásta