Þetta er allavega minn listi…
1. Jackie Joyner-Kersey. Á heimsmetið í sjöþraut kvenna, 7291 stig. Hún var fyrsta konan til að fara yfir 7000 stig í sjöþrautinni og það hafa aðeins tvær leikið síðan, Larisa Nikitina-Turchinskaya (7007 stig) og Carolina Klüft (7001 stig). Jackie var í algjörum sérflokki í sjöþrautinni á meðan hún keppti og engin kona komst nálægt henni. Hún komst tvisvar yfir 7000 stig, fyrra skiptið náði hún 7.161 stigi sem væri mjög gott og gilt heimsmet en hún vildi meira og setti það að lokum árið 1988, 7291 stig. Og það sem meira var, Jackie var ekki aðeins góð í þrautinni heldur var hún frábær langstökkvari, á 7,49 m en það er aðeins 3 cm frá heimsmetinu. Þá vegalengd stökk hún meira að segja tvisvar! Það er frábær árangur. Árangur hennar á ÓL er mjög góður, hún vann 3 gull, 1 silfur og 1 brons.
2. Florence Griffith-Joyner. Náskyld Jackie Kersee. Heimsmethafi kvenna í 100 og 200 m hlaupi. Heimsmetstíminn í 100m er 10,49 sek og í 200m 21,34 sek. Engin kona hefur verið nálægt því að slá heimsmet Joyner síðan hún setti þau árið 1988 og sú sem mun slá heimsmetin er súperkona, í orðsins fyllstu merkingu. Ekki einu sinni Marion Jones er nálægt heimsmetunum en samt hefur hún verið í sérflokki undanfarin ár í spretthlaupum. Florence Griffith-Joyner (FloJo) var mjög umdeild íþróttakona, hún var sökuð um að vera á ólöglegum lyfjum því þessir tímar hennar komu eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar hún setti heimsmetin. Engum heilvita manni hefði dottið í hug að kvenmaður myndi ná að hlaupa undir 10,50 sek í 100m. Hún var fyrsta konan til að brjóta 10,60 sekúndna múrinn. Aðeins FloJo hefur náð þeim áfanga. Þessi orðrómur um að FloJo væri á lyfjum fékk byr undir báða vængi árið 1998 þegar hún lést úr hjartaáfalli, aðeins 39 ára gömul. Þrátt fyrir að FloJo hefði verið tekin í fleiri hundruð lyfjapróf um ævina, þá fannst aldrei neitt votur af ólöglegi lyfi. Menn munu aldrei fá að vita hvort hún hafi verið á lyfjum eða ekki. Það er í rauninni ótrúlegt að hún hafi náð þessum tímum og dáið svo ung úr hjartaáfalli en lyfjaprófin ljúga ekki. Ótrúleg íþróttakona sem mun lifa um allan aldur. Á ÓL 1988 í Seoul vann hún þrenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun og setti í leiðinni tvö heimsmet.
3. Marion Jones. Það þarf ekki að kynna þessa manneskju. Það vita allir hver hún er. Marion hefur verið besti kvenspretthlauparinn undanfarin ár og fáar hafa ógnað henni. Fyrir utan Florence Griffith-Joyner er Marion besti spretthlaupari kvenna frá upphafi. Hún á best 10,65 sek í 100m, 21,62 sek í 200m og 49,59 sek í 400m. Í langstökki á hún 7,31 m. Þetta er frábær árangur! Ferilskráin er löng og glæsileg hjá Marion. Ég ætla aðeins aðeins að koma nokkrum sigrum hennar frá mér. Á ÓL árið 2000 vann hún 100m, 200m, 4x100m og fékk brons í langstökki. Er margfaldur heimsmeistari í spretthlaupum og langstökki. Árið 2001 á HM varð hún í 2.sæti í 100m á eftir Zhönnu Pintusevich-Block en það hlaup var hrikalega spennandi þar sem Zhanna kom aðeins sekúndubroti á undan. Þar með náði Marion ekki þeim áfanga að verða heimsmeistari þrisvar í röð í 100m hlaupi. Marion hefur ekkert keppt í ár vegna þess að fyrr í sumar eignaðist hún barn. Það var leiðinlegt að sjá hana ekki á brautinni í sumar. Næsta sumar stefnir hún á “fimmuna”, þ.e. að sigra 100, 200, langstökk, 4x100 og 4x400m. Það verður spennandi að sjá hvernig það mun ganga. Ég hlakka til að sjá hana á brautinni næsta sumar.
4. Osleidys Menéndez. Kúbversk og á heimsmetið í spjóti, 71,54 m. Bætti gamla heimsmetið um tæpa 2 metra árið 2001, aðeins 22ja ára gömul. Er rétt að byrja sinn feril sem verður vonandi langur og góður. Hún hefur þegar náð heimsmetinu og stefnan er tekin á að bæta það eitthvað frekar á ÓL á næsta ári. Hún vann til bronsverðlauna á ÓL 2000 og til gullverðlauna á HM fyrir tveimur árum. Er búin að vera meidd í ár og lítið keppt. Var t.d. ekki á HM í ágúst. Verður vonandi í banastuði á ÓL á næsta ári.
5. Maria Mutola. Hún er reyndar tveim sekúndum frá 20 ára gömlu heimsmeti kvenna í 800 m hlaupi sem Jarmila Kratochvílová á, en samt sem áður hefur verið í fremstu röð núna í nokkur ár. Er núverandi Heims- og Ólympíumeistari í sinni sérgrein sem er 800m. Þegar hún var 21 árs gömul, hljóp hún á 1.55:43 mín sem er frábær árangur. Í ár hefur hún hlaupið best á 1.55:55 mín. Varð heimsmeistari fyrir þremur vikum síðan í 800m og vann 80 milljónir króna á Gullmótunum. Gaf peninginn til uppbyggingar frjálsíþrótta í Mósambík en þaðan kemur hún. Ég heyrði einhvers staðar að hún væri búin að hlaupa 70 sinnum undir 2 mínútum en það er árangur sem erfitt er að toppa. Maria Mutola er einhver besti 800 metra hlaupari kvenna frá upphafi, ef ekki sá besti, þó að hún eigi heimsmetið. Það þarf samt ekki að segja allt en árangur Mutolu verður minnst eftir að hún hættir, hún er ótrúleg íþróttakona sem á nóg eftir þó að hún sé orðin þrítug.
Þá er þetta komið. Endilega gagnrýnið og komið með ykkar lista.
Heimildir: www.iaaf.org, www.google.com og hausinn á mér.
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.