1.Carl Lewis. Ótrúlegur íþróttamaður. Setti mörg heimsmet á löngum og góðum ferli, bæði í 100 m og langstökki. Á best 9,84 sek í 100 m og 8,91 m í langstökki. Sigraði á 65 mótum í röð í langstökki. Það þurfti engan annan en heimsmethafan Mike Powell til að sigra hann. CL á met sem seint verður slegið, fékk 9 Ólympíugull á fjórum Ólympíuleikum. Þar fyrir utan var hann margfaldur heimsmeistari og bandarískur meistari. CL hætti eftir að árangurinn fór dalandi hvað eftir annað.
2.Michael Johnson. Var að spá í að setja hann í fyrsta sæti en Carl Lewis hefur naumlega vinninginn. MJ er samt sem áður ótrúlegur íþróttamaður og hefur sett tvö heimsmet sem seint verða slegin. Hann setti heimsmet í 200 m hlaupi á ÓL í Atlanta ´96, 19,32 sek. Næst besti tími sem náðst hefur verið í greininni er 19,63 sek. Heimsmetið í 400 m hlaupi setti hann á HM í Sevilla ´99, 43,18 sek. Var ósigraður í mörg ár í þessari grein og var í sérflokki í þeirri grein alveg þangað til hann lagði skóna á hilluna árið 2000. Hætti á toppnum, 35 ára gamall.
3.Jesse Owens. Það eru örugglega nokkrir sem þekkja hann ekki en hans tími var 4.áratugurinn. Hann á met í því að setja sem flest heimsmet á sem stystum tíma. Hann setti þrjú heimsmet og jafnaði eitt, á aðeins 70 mínútum!! Geri aðrir betur! Á Ólympíuleikunum árið 1936 í Berlín hljóp hann 100 m á 10,30 sek (jafnaði heimsmetið og nýtt ÓL met) og stökk 8,20 m (ÓL met) Fyrir utan það þá vann hann líka ÓL gull í 200 m hlaupi (ÓL met) og 4x100 m (Heims- og ÓL met), allt á sömu leikunum. Hvet alla til að kynna sér Jesse Owens.
4.Hicham El Guerrouj “Eyðimerkurljónið”. Á heimsmet í 1500 m hlaupi, 3.26:00 mín. Ótrúlegur íþróttamaður í alla staði. Margfaldur heimsmeistari og Afríkumeistari og á allavega þrjá bestu tíma allra tíma í 1500 m hlaupi. Er búinn að vera ósigrandi í 1500 m hlaupi í mörg ár og hefur þvílíka yfirburði að enginn er nálægt honum. Núna á Heimsmeistaramótinu ætlaði hann að gera það sem engum hafði tekist áður, að vinna “tvennuna”, þ.e. að vinna 1500 m og 5000 m á sama og eina Heimsmeistaramótinu. Hann vann 1500 m með yfirburðum en varð í öðru sæti í 5000 m.
5.Sergei Bubka. Besti stangarstökkvari allra tíma og verður það um alla tíð. Enginn er nálægt heimsmeti hans í stönginni sem er 6,16 m. Ósigrandi í heilan áratug. Hann setti fleiri,fleiri heimsmet í stönginni en hans stíll var að bæta sig um einn centímeter í einu sem hann gerði þangað til hann lagði stöngina á hilluna.
Næstu menn á eftir eru Jonathan Edwards, heimsmethafinn í þrístökki, 18,29 m. Maurice Green, Colin Jackson, Gabrelaisse (eða hvernig sem það er skrifað) og Dan O´Brien.
Komið endilega með ykkar lista og gagnrýnið.
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.