Reglurnar eru skýrar, sá sem bregst við undir 0,1 sek hefur þjófstartað hvort sem hann græðir á því eða ekki. Eftir að búið er að segja viðbúinn má enginn hreyfa sig í blokkunum fyrr en skotið ríður af. Varðandi Powell (Jamaíkumanninn) þá getur ræsir dæmt hvern þann úr leik sem hann telur hafa brugðist við á undan skotinu. Oft er það svo að viðbragð eins dregur annan með sér en í þessu tilfelli taldi ræsirinn að þessi slökun aftari fótar Drummonds hefði ekki getað haft áhrif á Powell og því dæmdi ræsirinn Powell úr leik einnig. Ræsirinn getur því dæmt alla 8 úr leik ef honum finnst þeir bregaðst of snemma við.
Ef skoðaðar eru myndirnar af þrýstilínuritinu frá blokkunum af þessu starti þá sést þetta mjög vel. Það eru allir kjurrir í “takið ykkur stöðu” stöðunni nema Drummond sem er að hreyfa sig. Síðan segir ræsir viðbúinn og stuttu síðar er breyting á þrýstilínu Drummonds og svo eiginlega strax á eftir Powells. Þrýstilína annarra hlaupara var stöðug (flat line).
Reglan á ekki að koma Drummond á óvart því að hann er alinn upp í bandaríska háskólakerfinu þar sem ekkert þjófstart er leyft (sá sem þjófstartar er dæmdur úr leik umsvifalaust). Það að hann segist ekki vita um að hann megi ekki hreyfa sig í stöðunni viðbúinn er rugl því að hann er margreyndur keppnismaður á stórmótum og alvanur þessum blokkum.
Drummond hegðaði sér eins og fífl og virðist ekkert hafa lært af fíflalátunum sem hann hafði í frammi efir sigurinn í 4x100 á Ol í Sidney. Powell vék strax af brautinni. USA frjálsíþróttasambandið vildi ekki taka á þessu máli í stað þess að segja að þetta væri mjög óvenjulegt og ekki það sem USA vildi sýna (það var stjórnandi hjá þeim sem sagði Drummond að hreyfa sig hvergi)og biðjast afsökunar. Í stað þess segjast þeir ekkert geta gert. Afsökunarbeiðni Drummonds hljómaði eins og Screw you. Evrópskir fyrirmenn í frjálsum hér eru orðnir þreyttir á yfirgangi USA og Spánverjar segja að USA geti ekki haldið að aðrar reglur gildi um þá en aðra og ætla að sækjast eftir banni á Drummond fyrir óíþróttamannslega framkomu.
Bjössi Arngríms er sá sem veit mest um þetta mál en hann var einmitt sá sem var að lýsa á HM með Samma.
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.