Ég var að keppa á Reykjavíkurmeistaramóti 12-14 þann 28.-29.júlí og fannst þá vera frekar lélegt að það eru svo fáir sem eru að iðka þessa íþrótta grein í 14 ára hópnum hjá strákum,(ég tók nú eiginlega bara eftir því því að ég er að keppa í þeim aldurshóp)ég held að þetta sé vegna þess hvað það eru fá íþróttafélög í Reykjavík sem bjóða upp á frjálsar íþróttir. Þau lið í Reykjavík sem bjóða upp á frjálsar eru: ÍR, Fjölnir og Ármann(en í Ármanni er enginn í 14 ára hóp stráka né stelpna að ég held) en ég tel ekki upp Reykjavík og nágreni.
FRÍ, eða frjálsíþrótta sambans íslands var stofnað 16.ágúst 1947 og er það frekar langur tími sem frjálsar hafa verið þar sem frjálsar voru löngu byrjaðar þrátt fyrir það að það væri ekki búið að stofna FRÍ.
Mér finnst svekkjandi þegar það er fótboltaleikur t.d. kl.20:00 á Laugardalsvellinum og ég er að mæta á æfingu kl. 16:30 og þá megum við ekki nota búningsklefana fyrir fótboltaleikinn, eins og það sé búið að helga klefunum þessum fótboltaleikmönnum. Og svo má ekki nota völlinn frá kl.17:30 þ.e.a.s. ef leikurinn er kl.20:00. Mér finnst þess vegna að það mætti tartan leggja Valbjarnarvöllinn sem er bakvið Laugardalsvöllinn svo að frjáls íþrótta menn geti æft þar.
En nú var nú verið að taka fyrstu skóflustunguna af frjálsíþróttahúsi sem verður sambyggt Laugardalshöllinni, og svo fengum við þessa fínu aðstöðu í Egilshöllinni og getum við ekki annað en verið ánægð með þett og þakkað borginni eð hverjum sem eru að byggja þetta fyrir þetta, og einnig Þórdísi Gísladóttur sem sá til þess að þessi Frjálsíþrótta aðstaða var sett í Egilshöllina.
En þetta var það sem ég hef að segja um frjálsíþrótta iðkunina Í Reykjavík, og get ég verið mjög þakklátur fyrir þessa aðstöðu sem við fengum, en ég væri samt sem áður til í að sjá fleiri lið bjóða upp á Frjálsar íþrótti
piece out