Frjálsíþróttaáhugamáið er komið á fullt skrið eftir að hafa legið í dvala lengi (kannski allveg frá upphafi?). Áhugamálið hefur einhverja mestu virkni hér á huga hvað varðar innsent efni, ein til tvær greinar daglega núna síðasta mánuðinn. Ég veit ekki til að nokkuð annað áhugamál sé með svona háa greinatíðni, Half-Life áhugamálið kemst ekki einu sinni návígi við þetta litla fámenna áhugamál “okkar”. Frjálsar hafa verið á hraðri leið upp listann yfir flettingar áhguamála núna síðustu vikur.
Könnunin sem ég sendi inn fyrir nokkrum vikum, “ Verður frjálsíþróttaáhugamálið það vinsælasta af íþróttaáhugamálunum í lok ársins?” sýndi að 56% notenda héldu að það yrði vinsælast, 19% héldu að það yrði svo og 25% sögðu kannski. Ef þessi könnun yrði sett núna inn þá yrði útkomann væntanlega allt önnur, við skulum bara sjá, vonandi samþykkir símaskráin könnunina.
Ég bíð svars frá Aquatopia um það hvort áhugamálið sé efst á blaði yfir magn innsents efnis…