FH sigraði heildarstigakeppnina
Lið FH sigraði í heildarstigakeppninni á Unglingameistaramóti Íslands 15-22 ára sem lauk á Laugardalsvellinum í dag. Lið FH hlaut samtals 385,5 stig, lið Breiðabliks varð i öðru sæti með samtals 293 stig og lið ÍR varð í þriðja sæti með 181,5 stig.
Í einstökum aldursflokkum urðu eftirfarandi lið sigurvegarar:
Meyjar 15-16 ára: Lið ÍR
Sveinar 15-16 ára: Lið Breiðabliks
Stúlkur 17-18 ára: Lið UFA
Drengir 17-18 ára: Lið FH
Konur 19-22 ára: Lið FH
Karlar 19-22 ára: Lið FH
Ekkert aldursflokkamet féll í dag, en í gær bætti Gauti Ásbjörnsson UMSS metið í stangarstökki í þremur aldursflokkum eins og áður hefur komið fram.
Heildarúrslit frá mótinu um helgina eru öll komin inn á síðuna undir tenglum í “Mót og viðburðir” MÍ 15-22 ára.