Heimsmeistaramót unglinga 17 ára og yngri
Heimsmeistaramót unglinga fyrir 17 ára og yngri verður sett í Sherbrooke í Kanada á morgun, en fyrsti keppnisdagur er á fimmtudag, fyrir utan 3000m hlaup kvenna sem er hluti af setningarathöfn mótsins annan kvöld.
það verður spennandi hvernig íslensku krakkarnir standa sig þeir Fjórir íslenskir unglingar taka þátt í mótinu í Sherbrooke, þau Hildur Kristín Stefánsdóttir (ÍR),sem keppir í 100m hlaupi, Sigurbjörg Ólafsdóttir (BBLIK) sem keppir í 100m hlaupi, langstökki og 100m grindahlaupi, Magnús Valgeir Gíslason (BBLIK) sem keppir í 100m hlaupi og Óli Tómas Freysson (FH) sem keppir einnig í 100m hlaupi. Hópurinn hélt utan í gær ásamt Jóni Sævari Þórðarsyni þjálfara og fararstjóra. Hildur Kristín og Sigurbjörg munu hefja keppni á fimmtudag (100m og langstökk), en Magnús Valgeir og Óli Tómas (FH)keppa í 100m á föstudag, þá keppir Sigurbjörg einnig í 100m grindahlaupi á föstudaginn.