
En stundum verður þetta ekki alveg svona slæmt. En samt… Þá telur maður sig ekki vera með neina sýru en hún er nú samt þarna. Ef maður sleppir við að teygja þá losnar ekki um sýruna sem er uppsöfnuð, þrátt fyrir að lítið sé um hana. En það er ástæðan fyrir harðsperðum (stengjum), mjólursýran er enn í vöðvunum. Þá er æfingin ónýt, vöðvarnir herpast saman og þá nær maður ekki eins góðri spennu í þá sem gerir það að verkum að mannig fer aftur, nær ekki að hlaupa hraðar, stökkva lengra, eða hoppa hærra. Þess vegna er svo mikilvægt að teygja eftir hverja æfingu. Þegar maður er kominn með þessa tilfinningu sem ég lýsti í fyrsta hlutanum, þá er mjög freistandi að leggjast á brautina eða í grasið, þá líður manni vel, en… það er það versta sem maður getur gert, maður á að ganga um og anda og skokka svo svona 2-3 hringi alveg mjög rólega, nota sem minnsta orku og vera alveg afslappaður. Þá fer sýran að mestu leyti úr vöðvunum. En það verður samt að teygja. Teygjur eru forsenda árangurs í frjálsum íþróttum sem og íþróttum almennt. Ég eyði svona 3-4 tímum á viku í að teyja, er að því í svona 40-60 min eftir hverja æfingu og eftir hvern hjólreiðatúr.
Sveinn Margeirsson, besti millivegalengda og langhlaupari Íslendinga er heimsklassa maður, hann eyðir mjög mörgum klst. á viku í teygjur.
Vona að þetta hafið komið einhverjum að notum…
Takk fyrir
© bgates