Sigurkarl varð einnig 6 í 100 metra hlaupi á 11,14 sek og komst í úrslit í 200 með hlaupi upp á 22,87 sek sem var besti tíminn í undanrásum en hljóp ekki úrslitahlaupið vegna eymsla í aftanverðu læri.
Í karlaflokki hljóp Andri Karlsson 100 metra á 11,04. Óðinn Björn Þorsteinsson varð 4 í kringlu með 49,16 metra. Gauti Jóhannesson bætti sig í 1500 metra hlaupi og varð 14 á 3:54,03 mín.
Í flokki 16-17 ára varð Gauti Ásbjörnsson 3 í hástökki með 1,90 m. Hann varð svo 4 í þrístökki með stökk upp á 13,55 m (3,2 m/sek - 13,35 m með 0,5 m/sek), og 6 í langstökki með 6,45 m (3,3 m/sek - 6,38 með 1,0 m/sek.
í 15 ára flokki varð Hilmar Sigurjónsson 3 í hástökki með 1,84 m.
í 14 ára flokki varð Olgeir Óskarsson 5 í 800 metra hlaupi á 2:11,89 mín. Hann varð líka 5 í spjótkasti með kast upp á 37,70 m, og 6-9 á hástökki með 1,58 m.
í 13 ára flokki varð Grétar Birgisson 3 í 80 metra hlaupi á 11,38 sek.
Konurnar voru einnig við keppni og í kvennaflokki hljóp Þórunn Erlingsdóttir á 12,53 sek í 100 metra hlaupi og komst svo í úrslit í 200 metra hlaupi á 25,65 sek en keppti ekki í úrslitahlaupinu. Fríða Rún Þórðardóttir varð 10 í 1500 metra hlaupi á 4:39,61 mín og 16 í 800 metra hlaupi á 2:20,11 mín
Í 18-19 ára flokki hljóp Arna Óttarsóttir á 13,07 sek í 100 m hlaupi og 27,54 sek í 200 m hlaupi og bætti sig (átti 28,06 sek). Hún varð svo 21 í langstökki með 4,37 m (2,11 m/sek - 4,29 með 1,2 m/sek).
Í 15 ára flokki varð Dagrún Inga Þorsteinsdóttir önnur í hástökki með 1,67 m sem er bæting um 1 sm. Arna Benný Harðardóttir hljóp 12,82 sek í 80 m grind og komst í úrslit en kláraði ekki úrslitahlaupið
piece out